Markaðssetning í Kína

Við sjáum um markaðssetningu fyrir þig í Kína og um leið þá færðu hjá okkur POS scanna til að taka við greiðslum. Við bjóðum Alipay og WeChat Pay greiðslulausn í sama einum og sama posanum. Kínverjar hafa ekki aðgang að Google, Facebook, Booking.com, Hotels.com o.s.frv. Þeirra heimur snýst um Alipay-appið og þar inni eru þeir með eigin lausnir sem koma í stað forrita/vefsíða sem við notum. Þannig að til að ná til kínverskra ferðamanna þá er mestur árangur með því að auglýsa á Alipay. En það er ekki hægt að auglýsa þar inni nema söluaðili á Íslandi sé með geiðslulausn fyrir Alipay appið. Kínverjar nota Alipay-appið til að skipuleggja ferðir og eru með síðu inná Alipay sem heitir Discovery. Þannig að þegar þeir leita að Íslandi inná Discovery þá koma eingöngu upp aðilar sem bjóða uppá greiðslur með Alipay-appinu á Íslandi. Söluaðilar á Íslandi sem kaupa greiðslulausn/þjónustusamning fyrir Alipay-appið frá Central Pay fá skráningu á Alipay og einnig Passa (auglýsingu/coupon) sem við, Central Pay, setjum upp í samvinnu við viðkomandi söluaðila á Íslandi. Passinn birtist svo á Alipay-appinu (á kínversku) með upplýsingum um fyrirtækið og vörur auk tilboðs.

vertical.png

Alipay-appið lætur sjálfkrafa vita af tilboðum og fyrirtækjum sem bjóða AliPay greiðslur. Til dæmis ef viðkomandi er á ferðinni og keyrir framhjá Alipay söluaðila. En það sem skiptir mestu máli er að hafa Alipay skiltið í glugganum. Kínverjar velja frekar söluaðila sem býður uppá Alipay greiðslur en samkeppnisaðilann sem býður uppá hefðbundin kort eða reiðufé. Kínverjar líta svo á að þeir sem bjóði uppá Alipay greiðslur séu með því að sýna Kína, og þeim, mikla virðingu. Margir Alipay söluaðilar á Íslandi munu ýta enn frekar undir að kínverjar heimsæki Ísland.