Greiðslulausnir
 
 

Greiðslugátt á vefnum

Ein vinsælasta greiðslulausn Central Pay er greiðslugátt á netinu. Hægt er að fá AliPay og WeChat Pay greiðslugátt í einni og sömu lausninni. Greiðslugáttin okkar virkar nákvæmlega eins og hver önnur greiðslugátt hjá kortaþjónustufyrirtækjum.

Opnaðu fyrir WeChat og AliPay greiðslur á netinu og leyfðu okkur að hjálpa þér að auka sölu og sýnileika.

 
 

 
cp-posi.png
 

POS Greiðslulausn

Posalausn frá Central Pay sem tengist beint við AliPay og WeChat greiðslulausnirnar. Þessi posi gengur fyrir rafhlöðu og er net-tengdur, svo það er auðvelt að hafa hann með sér á ferðinni.

 
 

 
Centara_kassi.png
 

Tenging við kassakerfi

Við aðlögum afgreiðslukerfi þitt að greiðslulausnum WeChat Pay og AliPay.

Hafðu samband til að athuga hvort við getum tengt þitt kassakerfi við WeChat og AliPay greiðslulausnina okkar.

 
 

 
Screenshot_20181227-121435_pixel_very_silver_portrait.png
 

Snjallsímalausn

Central Pay býður einnig upp á greiðslulausn með snjalltæki. Viðskiptavinir okkar geta þá tekið við greiðslum með snjallsímum eða spjaldtölvum, iOS eða Android. Þessi lausn er einfaldlega App sem virkar eins og posi. Þú slærð inn upphæð og skannar síðan QR-kóða vinskiptavinar til að klára greiðslu.

 
 

 
0x0.png
 

Tenging við Bokun

Fyrirtæki sem nota Bókun geta nú með einföldum hætti boðið upp á Alipay og WeChat Pay greiðslugátt Central Pay.
Greiðslugátt Central Pay er hægt að tengja í “widget” Bókunar og einnig er hægt að tengjast greiðslugáttinni með vefþjónustu (API) Bókunar.
Tengst er greiðslugátt Central Pay undir “Payment Providers” í bakenda fyrirtækis í Bókun.

Markaðsþjónusta
 
alipay-logo.png
 

AliPay fyrirtækjasíða

Central Pay setur upp AliPay fyrirtækjasíðu fyrir söluaðila að kostnaðarlausu þegar þeir skrá sig í samstarf. Við hjálpum söluaðilum með uppsetningu og þýðingu yfir á kínversku. Inni í AliPay forritinu eru svokallaðar “City Pages” og þar er til dæmis að finna lista yfir þá þjónustuaðila sem taka við Alipay greiðslum í Reykjavík. Þarna geta ferðamenn frá Kína skoðað þjónustu og vörur áður en þeir koma til landsins. Þegar til Íslands er komið aðstoðar appið ferðamanninn við að finna viðkomandi verslun eða þjónustu og aðrar upplýsingar sem hann hefur áhuga á.

 

 
WeChat_logo_icon.png
 

WeChat Official Account

WeChat er lang stærsti samfélagsmiðill Kína með yfir milljarð reglulegranotenda og er einnig ein vinsælasta greiðsluleið Kínverja. WeChat Official Account er sambærilegt við fyrirtækjasíðu á Facebook eða einfalda vefsíðu. Ef þú vilt vera sýnileg/ur þessum vaxandi hóp ferðamanna til Íslands er mikilvægt að vera með WeChat Official Account.
Ein öflugasta virkni WeChat Pay er þegar viðskiptavinur sem greiðir með forritinu gerist fylgjandi söluaðilans á samfélagsmiðlinum og deilir upplifun sinni með vinum og vandamönnum. Þetta er kallað “offline customer to online follower” og getur hjálpað fyrirtækjum gríðarlega að auka sýnileika og sölu.

 

 
package.png
 

Auglýsingapakkar

Viðskiptavinir Central Pay geta auglýst vörur eða þjónustur bæði á WeChat og AliPay. Til dæmis er hægt að auglýsa beint til allra kínverskra ferðamanna á Íslandi. Hafðu samband til að fá meiri upplýsingar um auglýsingapakkana okkar.

 

 
vertical.png
 

WeChat Mini-Program

Fyrir mörgum í Kína er WeChat nánast internetið. Ef hægt væri að ímynda sér Facebook, Instagram, PayPal og Google sett saman í eitt snjallforrit þá væri það WeChat. Við bjóðum fyrirtækjum upp á að búa til svokallað “Mini-Program” sem virkar eins og vefverslun innan WeChat forritsins. Þar geta notendur WeChat keypt þjónustu eða vörur beint í gegnum forritið.

Ef þitt fyrirtæki er að selja þjónustu eða varning á netinu, þá ættir þú að skoða það vandlega að setja upp WeChat “Mini-Program”.

 

 
702fd855-f74b-4402-a0e3-6222bf9f3101.png
 

Kínversk þýðing

Fyrir marga kínverska viðskiptavini dugar ekki að veita þjónustu á ensku. Mikilvægt er að allt efni sé á kínversku.
Við aðstoðum söluaðila að koma kynningarefni yfir á vandaða kínversku. Allur texti er vandalega yfirlesinn af einstaklingum með kínversku móðurmáli til að koma í veg fyrir óheppilegt orðalag og misskilning. Dæmi er um hér á Íslandi að rangar og dónalegar þýðingar hafa verið settar upp og því skal vanda til þýðingar yfir á kínversku.

 

 
website-maintenance-services-1-400x242.png
 

Viðhald og uppfærsla á markaðsefni

Við bjóðum okkar söluaðilum upp á viðhald og uppfærslu á efni þeirra á kínverskum miðlum svo sem uppfærslu á síðum fyrirtækisins á WeChat og Alipay. Það getur falið í sér að setja inn fréttir, myndir og texta, kosta auglýsingar og tengjast nýjum kúnnum.