Vel heppnaður málfundur – Klár í kína

Þann 27. september s.l. í húsnæði Ferðaklasans á Fiskislóð 10 var haldinn vel heppnaður málfundur, Klár í Kína, á vegum Central Pay, Valitor, Ferðamálastofu Íslands og Íslenska Ferðaklasans.

Þema fundarins var „Klár í Kína“ og voru fjölmörg áhugaverð erindi í boði á fundinum. Opnunarávarp var í höndum aðstoðarmanns utanríkisráðherra, Borgars Þórs Einarssonar, en einnig flutti sendiherra Kína á Íslandi Jin Zhijian jákvætt og skemmtilegt ávarp.

1 Milljarður notar WeChat Pay

Til landsins mætti Ms. Ashley Guo, forstjóri WeChatPay í Evrópu, en hún fór yfir „superappið“ WeChat Pay sem meira en yfir 1 milljarður manna notar á hverjum degi!

Pétur Pétursson hjá Valitor fór yfir þróun greiðslumáta síðustu ára og komandi þjónustu þeirra og Central Pay vegna greiðslumiðlunar fyrir WeChat Pay og Alipay á Íslandi.

Jafnframt voru flutt nokkur mjög forvitnileg örerindi, eins og: „Hvað vitum við um ferðahegðun Kínverja“, „Hver er reynslan hingað til og hver er möguleg þróun“, „Hver á kökuna? Má bjóða þér sneið?“, „Öryggi og forvarnir, getum við gert betur?“ og „Er gestrisni að koma fram við ferðamenn á þeirra forsendum?“

Það var mál manna að málfundinum loknum að hann hefði verið bæði skemmtilegur og gagnlegur.

Frétt um málfundinn má sjá á vef Stöð 2

viktor margeirsson