Fjórði hver ferðamaður frá Kína

Fyrir árið 2030 verða utanlandsferðir Kínverja 400 milljónir samkvæmt spá kínversks rannsóknaseturs í ferðamálum. Það þýðir að nær fjórði hver ferðamaður sem ferðast um heiminn mun koma frá Kína.

Á undanförnum þremur árum hefur Kínverjum sem fengið hafa vegabréf fjölgað um eitt prósent á ári eða um 14 milljónir en fjöldi íbúa í Kína er nær 1,4 milljarðar. Nú hafa eingöngu níu prósent þeirra vegabréf og þeir fara í 154 milljónir utanlandsferða á ári.

Yfir helmingur Kínverja fer nú í utanlandsferðir á eigin vegum. Oft er um að ræða unga Kínverja og vel stæða, samkvæmt rannsóknum sem norski miðillinn Dagsavisen greinir frá. Norskir markaðsfræðingar ræða nú mögulegan ferðamannastraum frá Kína til Noregs.

viktor margeirsson