Alipay þrefaldast í Evrópu á einu ári

Fjöldi söluaðila í Evrópu sem taka við Alipay greiðslum í síma eða á netinu hefur þrefaldast miðað við júní í fyrra, að því er fram kemur í viðtali CNBC sjónvarpsstöðvarinnar við Roland Palmer, yfirmann Evrópudeildar Alipay.

„Samtals eru um tugþúsundir söluaðila að ræða, sem vilja nýta þau tækifæri sem Alipay veitir þeim til þess að ná til vel stæðra kínverskra kaupenda sem ferðast til þess sjá heiminn og kaupa vörur evrópskar framleiðenda,“ sagði Palmer í viðtali sem tekið var á Money20/20 ráðstefnunni í Amsterdam fyrr í mánuðinum.

Viðtalið má sjá hér:
https://www.cnbc.com/2019/06/04/alipay-has-tripled-its-merchants-in-europe-amid-booming-chinese-tourism-market.html

viktor margeirsson