Alipay styrkir evrópskan fótbolta

Eins og margir hafa tekið eftir eru auglýsingar frá Alipay áberandi á leikjum í undanriðlum Evrópukeppni landsliða karla í knattspyrnu, m.a. á leikjum Íslands á Laugardalsvelli. Ástæðan er sú að í lok síðasta árs undirrituðu UEFA og Alipay samstarfssamning til átta ára. Samningurinn felur í sér að Alipay er opinber samstarfsaðili á sviði greiðslumiðlunar á mótum UEFA, meðal annars Evrópumótunum 2020 og 2024 og í Þjóðardeildinni.

Með samstarfinu er meðal annars stefnt að því að nýta stafræna tækni Alipay til þess að ná betur til knattspyrnuaðdáenda í Kína og annars staðar í Asíu, auk þess sem kínverskrir ferðamenn munu geta greitt með Alipay í tengslum við knattspyrnumót á vegum UEFA.

 

Nánar um samninginn:

https://www.uefa.com/insideuefa/about-uefa/administration/marketing/news/newsid=2581117.html

viktor margeirsson