Kjósa WeChat Pay og Alipay fram yfir kreditkort

Ein meginástæða þess að kínverskir ferðamenn kaupa minna á ferðalögum er einfaldlega sú að greiðslum þeirra er hafnað í verslunum. Um þetta er fjallað í nýlegri grein í Jing Travel. Af menningarlegum ástæðum vilja Kínverjar síður nota kreditkort, þar sem þeir vilja ekki stofna til skulda auk þess sem þeir óttast kortsvik á ókunnum slóðum, eftir því sem fram kemur í greininni. Hins vegar eiga kínverskir viðskiptavinir oft erfitt með að nota debitkort sín utan Kína sem dregur úr greiðslugetu þeirra á erlendri grundu.

Besta lausnin fyrir söluaðila er því að bjóða upp á símagreiðslur frá WeChat Pay og Alipay, að því er fram kemur í grein Jing Travel. Þær tryggja ferðamanninum fullt öryggi, hagstætt gengi og ýmiskonar afslætti, enda kjósa 90% kínverskra ferðamanna helst að nota þessar greiðsluleiðir á ferðalögum. Í greininni er bent á að með því að bjóða upp á WeChat Pay opnist tækifæri fyrir söluaðila til þess að koma þjónustu sinni á framfæri á samfélagsmiðlinum WeChat sem notaður er af einum milljarði manna. Sjá nánar hér: https://jingtravel.com/in-store-spending-chinese-tourists/amp/

viktor margeirsson